Toggle navigation

515 1919

ALMENNIR SKILMÁLAR

1. Inngangur

Eftirfarandi eru þeir almennu skilmálar sem gilda um lán hjá NúNú lán ehf. Skilmálarnir gilda um alla lánssamninga milli NúNú lán ehf. og lántaka.

Sé óskað frekari upplýsinga geta lántakar haft samband við NúNú lán ehf. með tölvupósti. Hinir almennu skilmálar gilda að svo miklu leyti sem ekki er samið um annað varðandi lánið. Víki hinir almennu skilmálar frá því sem kveðið er á um í lánssamningi mun lánssamningurinn gilda.

NúNú lán ehf. getur breytt þessum almennu lántökuskilmálum án fyrirvara og taka breytingarnar jafnframt gildi umsvifalaust, séu breytingarnar lántaka í hag. Að öðrum kosti taka breytingarnar gildi með þriggja mánaða fyrirvara.

2. Umsóknarskilmálar og mat á lánstrausti

NúNú lán ehf. getur veitt þeim einstaklingi lán sem náð hefur 18 ára aldri og er lögráða, hefur íslenska kennitölu og heimilisfang, og hefur staðist lánshæfismat sem NúNú lán ehf. framkvæmir. NúNú lán ehf. áskilur sér allan rétt til þess að hafna viðskiptum við umsækjendur um lán, þá sérstaklega þá umsækjendur sem eru skráðir á vanskilaskrá hjá viðurkenndum skráningaraðilum, svo sem, en ekki bundið við, CreditInfo Lánstraust hf.

Enn fremur er forsenda lánveitingar að umsækjandi hafi virkt íslenskt farsímanúmer, opinn íslenskan bankareikning og netfang. Jafnframt verður þeim umsækjendum ekki veitt lán sem eru í vanskilum með önnur lán hjá NúNú lán ehf. Þá skal umsækjandi hafa skráð greiðslukort hjá NúNú lán ehf.

Umsækjendur geta sótt um lán á heimasíðu NúNú lán ehf., www.nunu.is.

NúNú lán ehf. veitir lán á grundvelli einstaklingsbundins lánshæfismats. Matið miðast við upplýsingar frá lántaka og gagnagrunnum um fjárhagsmálefni og lánstraust, t.d. Creditinfo Lánstrausts hf. Enn fremur kann NúNú lán ehf. að ná í upplýsingar um lánshæfi hjá öðrum fjármálastofnunum. NúNú lán ehf. áskilur sér rétt til að hafna lánsumsóknum út frá heildarlánshæfismati án þess að færð séu frekari rök fyrir því. Mat á lánshæfi getur einnig átt sér stað meðan á gildistíma lánssamnings stendur.

Ef umsækjanda er veitt lán verður hann að staðfesta lánssamninginn með þeim hætti sem NúNú lán ehf. áskilur sér á hverjum tíma.

Í kjölfarið eftir að lánssamningurinn hefur verið gerður, er lánsfjárhæð greidd út án tafar og getur lántaki ráðstafað þeirri lánsfjárhæð sem veitt hefur verið samkvæmt eigin vilja.

3. Afborganir, gjöld og greiðsluskilmálar

Þegar breytingar eiga sér stað á sköttum og opinberum gjöldum er NúNú lán ehf. heimilt að breyta afborgun til jafns við slíkar breytingar fyrirvaralaust.

Lántaki er skyldugur að greiða afborganir samkvæmt lánssamningnum án tillits til þess hvort NúNú lán ehf. er búið að senda kröfu eða greiðsluseðil.

Lántaki á rétt á því, samkvæmt tilmælum þess efnis, að fá sér að kostnaðarlausu, yfirlit yfir greiðslur sem eru ógreiddar, gjalddaga og vexti samkvæmt áætlun um afborganir.

Innborgunargreiðslur frá lántaka til NúNú lán ehf. eru notaðar til að greiða niður lán lántaka hjá NúNú lán ehf. með eftirfarandi hætti: 1) kostnað 2) vexti 3) höfuðstól.

4. Borgun og endurgreiðsla fyrir tímann

Endurgreiðsla lánsins og greiðsla gjalda, kostnaðar og annars kostnaðar vegna vanskila greiðist með greiðslukorti með öruggri greiðslumiðlun eða með greiðslu kröfu í heimabanka. Þessu getur fylgt greiðsluþóknun. Lántaki er samþykkur því að NúNú lán ehf. skuldfæri greiðslukort lántaka í gegnum örugga greiðslumiðlun.

Í tilvikum þegar ekki er hægt að auðkenna greiðslu frá lántaka telst afborgun vera útistandandi þangað til búið er að auðkenna greiðsluna. Lántaki greiðir dráttarvexti vegna dráttar á greiðslu, nema þær aðstæður sem eru uppi séu tilkomnar af ástæðum sem eru lántaka óviðkomandi.

Lántaki getur hvenær sem er endurgreitt lánið að öllu leyti eða að hluta fyrir eindaga í samræmi við ákvæði laga nr. 33/2013 um neytendalán. Ef lántaki óskar eftir því að endurgreiða lánið fyrir gjalddaga verður að senda NúNú lán ehf. skriflega tilkynningu þess efnis.

5. Þóknun og vextir

NúNú lán ehf. leggur ávallt á lántökugjald þegar gerðir eru lánssamningar. Að auki eru lán NúNú lán ehf. með vexti sem eru tilgreindir í hverjum lánssamningi fyrir sig. Vegna vanskila áskilur NúNú lán ehf. sér allan rétt til þess að krefjast hámarksinnheimtukostnaðar í samræmi við lög og reglugerðir, svo sem vegna, en ekki bundið við, innheimtubréfa og innheimtuviðvarana, sem með lögbundnum hætti eru send lántaka vegna vanskila. Verði um vanefndir að ræða er lántaka skylt að greiða kostnað sem tengist innheimtu á útistandandi skuld. Svo framarlega sem lántaki greiðir ekki reglulega af láni o.s.frv. verða dráttarvextir lagðir á hina gjaldföllnu ógreiddu fjárhæð.

Upplýsingar um breytingar á þóknunum fara fram með tölvupósti á netfang það sem lántaki hefur veitt félaginu. Upplýsingar um þau gjöld og þær þóknanir sem gilda á hverjum tíma eru aðgengilegar á heimasíðu NúNú lán ehf.

6. Uppsögn og breyting á lánssamningi

Lántaki getur hvenær sem er sagt fyrirvaralaust upp lánssamningi við NúNú lán ehf. sem og viðskiptasambandi sínu við félagið. Við uppsögn samnings er lánssamningurinn gjaldfelldur, þar á meðal vextir og þóknanir, og verður að greiða slíkt umsvifalaust. NúNú lán ehf. getur sagt upp samningi og tekur slík uppsögn umsvifalaust gildi þegar um er að ræða vanefndir, svo sem, en ekki bundið við þau tilvik þegar lántaki greiðir ekki af láni sínu hjá NúNú lán ehf. í samræmi við efni lánssamningsins eða veitir félaginu rangar upplýsingar um fjárhagsmálefni sín.

NúNú lán ehf. á rétt á því að breyta lánskjörum viðskiptavina. Viðskiptavinir fá tilkynningu um skilmálabreytingar í tölvupósti með viðhengi um uppfærð lánskjör.

7. Verulegar vanefndir

Öll háttsemi lántaka sem fer gegn almennum skilmálum þessum eða lánssamningnum telst vera vanefnd á samningnum. Tiltekin háttsemi eða atvik teljast þó vera verulegar vanefndir í samningssambandi NúNú lán ehf. og lántaka. Ekki er um tæmandi talningu að ræða.

Inni lántaki ekki af hendi greiðslur afborgana á réttum tíma samkvæmt lánssamningi, þ.m.t. vexti og þóknanir, telst það vera veruleg vanefnd á lánssamningi. Hið sama gildir í þeim tilvikum þar sem bú lántaka er tekið til gjaldþrotaskipta, lántaki krefst nauðasamninga eða sækir um greiðslustöðvun. Einnig telst það veruleg vanefnd ef lántaki veitir rangar eða villandi upplýsingar um fjárhagsmálefni sín til NúNú lán ehf.

Þegar um vanefndir er að ræða á NúNú lán ehf. rétt á að láta innheimtuna í hendur eða fá aðstoð innheimtufyrirtækja eða annarra þriðju aðila. Sé um slíkt að ræða þá fellur hugsanlegur kostnaður sem tengist slíku á lántaka.

8. Framsal

NúNú lán ehf. á rétt á því að framselja öll réttindi og skuldbindingar samkvæmt lánssamningi til þriðja aðila án samþykkis lántaka. Lántaka er ekki heimilt án fyrir fram skriflegs samþykkis NúNú lán ehf. að framselja réttindi sín og skuldbindingar samkvæmt lánssamningi til þriðja aðila.

9. Samskipti er varða lánssamninginn

Öll samskipti er varða lánssamninginn milli lántaka og NúNú lán ehf. skulu fara fram skriflega með notkun þeirra póstfanga og netfanga sem liggja fyrir samkvæmt lánsumsókn. Lántaka ber skylda til að upplýsa NúNú lán ehf. án tafar um allar breytingar á heimilisfangi lántaka, farsímanúmeri hans eða á öðrum upplýsingum sem komið hafa fram á lánsumsókn.

10. Skráning og meðferð persónuupplýsinga

NúNú lán ehf. heldur skrá utan um persónuupplýsingar er varða nafn, heimilisfang, kennitölu, farsímanúmer, tölvupóstfang og lánaupplýsingar viðskiptavina. Persónuupplýsingarnar eru skráðar vegna notkunar við meðferð samskipta við viðskiptavini, við gerð lánshæfismats og til markaðsgreiningar.

NúNú lán ehf. áskilur sér rétt til að láta skuldaskráningaraðilum í té persónuupplýsingar, hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjum sem aðstoða NúNú lán ehf. við upplýsingatækni hjá sér svo og þeim fyrirtækjum sem tilheyra sömu samstæðu og NúNú lán ehf. Að öðru leyti getur slíkt framsal persónuupplýsinga aðeins átt sér stað sé þess krafist í lögum eða á grundvelli samþykkis lántaka.

Framsal til hugbúnaðar- og upplýsingafyrirtækja á sér eingöngu stað með það að markmiði að tryggja góða þjónustu NúNú lán ehf. til lántaka í samræmi við efni lánssamninga og felur þannig ekki í sér framsal í markaðssetningarskyni. NúNú lán ehf. áskilur sér rétt til að láta markaðsfyrirtækjum í té persónuupplýsingar lántaka í því skyni að greina viðskiptavinahóp NúNú lán ehf. og gera félaginu kleift að fara í sértækar markaðsherferðir.

Þegar lántaki samþykkir útgreiðslu láns er hann að veita NúNú lán ehf. samþykki til að skrá, vinna með og áframsenda persónugögn, þ.á m. kennitölu til samstarfsaðila í því skyni sem tilgreint er að framan.

Lántaki getur hvenær sem er óskað eftir upplýsingum um hvaða upplýsingar NúNú lán ehf. er með um viðkomandi. Lántaki getur krafist þess að ónákvæmar og/eða rangar upplýsingar séu leiðréttar og, ef upplýsingarnar eru ekki lengur viðeigandi eða skipta ekki lengur máli til þess að hægt sé að uppfylla lánssamninginn, getur hann látið eyða þessum upplýsingum.

NúNú lán ehf. áskilur sér rétt til að taka upp samtöl eða á annan hátt að skjalfæra samskipti við lántaka. Lántaki verður upplýstur sé um slíkt að ræða.

11. Réttur til að falla frá samningi

Lántaki getur fallið frá lánssamningi við NúNú lán ehf. innan 14 daga án þess að tilgreina ástæðu sem liggur þar að baki. Lendir síðasti dagur frests til að falla frá samningi við á laugardegi, sunnudegi, helgidegi, þjóðhátíðardegi, eða þann 24. eða 31. desember, rennur fresturinn út næsta vikudag þar á eftir. Réttur til að hætta við fellur niður hafi samningur verið efndur af báðum aðilum samkvæmt ótvíræðri beiðni lántaka, áður en frestur rennur út.

Óski lántaki eftir því að færa sér í nyt réttinn til að falla frá samningi verður lántaki að tilkynna NúNú lán ehf. um það áður er frestur rennur út. Lántaki getur sent þessa tilkynningu skriflega, t.d. með bréfi eða tölvupósti. Lántaki þarf einungis að senda tilkynninguna í síðasta lagi áður en frestur rennur út. Vilji lántaki tryggja sér sönnun um að lántaki hafi hætt við innan réttra tímamarka, getur lántaki t.d. sent bréf í ábyrgð og geymt póstkvittun.

Tilkynningu má senda til: NúNú lán ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavik eða með tölvupósti til [email protected].

Færi lántaki sér í nyt réttinn til að hætta við, ber lántaka án allra ónauðsynlegra tafa, og í síðasta lagi 30 almanaksdögum eftir tilkynningu um nýtingu réttar til að hætta við afhenda þá höfuðstól, áfallna vexti, þóknanir og verðbætur frá því að lánið var greitt út. Upphæðin sem lántaki tók við ber vexti þar til upphæðin er endurgreidd.

Notfæri lántaki sér þrisvar sinnum á þriggja mánaða tímabili rétt sinn til að hætta við, áskilur NúNú lán ehf. sér rétt til að veita lántaka engin lán í sex mánuði áður en viðkomandi getur aftur fengið lán hjá NúNú lán ehf.

12. Skaðabótaábyrgð

NúNú lán ehf. er ekki ábyrgt fyrir tjóni og skaða sem verður vegna þess að lántaki hefur látið í té ónákvæmar eða rangar upplýsingar. NúNú lán ehf. er heldur ekki ábyrgt fyrir tjóni sem stafar af aðstæðum sem teljast vera vis majore eða forsendubrestur.

Því til viðbótar er NúNú lán ehf. ekki ábyrgt fyrir tjóni og skaða sem orsakast af skorti á internettengingu eða rofi slíkrar tengingar, og sem hefur í för með sér að lántaki nær ekki sambandi við heimasíðu NúNú lán ehf. Auk þessa ber NúNú lán ehf. heldur ekki skaðabótaábyrgð á tjóni sem stafar af bilun, galla eða öðru slíku á heimasíðu NúNú lán ehf.

NúNú lán ehf. ber ekki ábyrgð á óbeinu tjóni og skaða sem orsakast af því að lántaki hefur notfært sér heimasíðu NúNú lán ehf. eða einhverja þjónustu á heimasíðunni.

NúNú lán ehf. getur einungis orðið ábyrgt fyrir hvers konar öðru tjóni en það sem tilgreint er að framan í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttarins.

13. Markaðssetning og samþykki

Hafi lántaki þegar hann gerði lánssamninginn við NúNú lán ehf. merkt í reitinn „Já – óska eftir fréttabréfum“ er lántaki búinn að fallast á að NúNú lán ehf. geti notfært sér upplýsingar frá lántaka til að senda valkvæða tölvupóstar með upplýsingum og tilboð um aðrar lánaafurðir. Þá hefur lántaki samþykkt að persónuupplýsingar hans verði notaðar í markaðssetningartilgangi í samræmi við skilmála þessa og persónuverndarstefnu félagsins.

Samþykki þetta má hvenær sem er afturkalla með því að senda tölvupóst á [email protected].

Af og til kann NúNú lán ehf. að senda nauðsynlegar tilkynningar með rafrænum hætti vegna aðgangs notenda eða notkunar á þjónustunni (t.d. þegar aðgangsupplýsingum er breytt eða lánsheimild breytist, sbr. 6. gr.). Slíkir tölvupóstar eru ekki sendir í markaðstilgangi og hefur félagið lögmæta hagsmuni af því að upplýsa lántaka um breytingar á persónulegum lánskjörum lántaka.

14. Ágreiningsmál

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum og skal ágreiningur um þau leystur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Útgáfa: 4, gildir frá: 6.12.2023