Toggle navigation

515 1919

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

ALMENNT

NúNú lán ehf. er ábyrgðaraðili á vinnslu persónuupplýsinga sem afhentar eru af viðskiptavinum félagsins. NúNú lán ehf. vinnur persónuupplýsingar vegna starfa sinna sem lánveitandi. NúNú lán ehf. kann að fá persónuupplýsingar frá Þjóðskrá, fyrirtækjum sem halda utan um vanskilaskrár, viðskiptavinum eða öðrum þriðja aðila.

VINNSLA PERSÓNUUPPLÝSINGA

NúNú lán ehf. vinnur aðallega með persónuupplýsingar sem lúta upplýsingum um viðskiptavini, svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang og fjárhagsupplýsingar eða aðrar upplýsingar er lúta að lánstrausti viðskiptavina og þjónustu félagsins. Þá kann að vera safnað fjármálaupplýsingum sem viðskiptavinir veita síðunni í því skyni að aðstoða viðskiptavini við að finna lán við sitt hæfi. Þá aflar NúNú lán ehf. m.a. upplýsinga um viðskiptavini frá lánshæfisstofnunum í því skyni að framkvæma lánshæfismat.

Uppruni persónuupplýsinganna er ýmist frá viðskiptavinum eða úr opinberum skrám, til að mynda Þjóðskrá og Lögbirtingablaðinu. Þá kunna einnig að vera sóttar persónuupplýsingar til fyrirtækja sem sýsla með vanskilaskrár, t.d. CreditInfo Lánstraust hf. Þær persónuupplýsingar sem NúNú lán ehf. vinnur teljast iðulega almennar í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í undantekningartilvikum er nauðsynlegt að vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, en þá er alltaf gætt að því að uppfyllt séu skilyrði laga fyrir vinnslunni, svo sem samþykki eða lagaheimild. Félagið vinnur persónuupplýsingar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili.

NúNú lán ehf. vinnur persónuupplýsingar í þeim tilvikum sem þess er þörf til framkvæmdar á þjónustu fyrirtækisins, þegar mælt er fyrir um vinnsluna í lögum eða þegar það er nauðsynlegt til að félagið, þriðji aðili eða einhver annar geti gætt lögmætra hagsmuna sinna. NúNú lán ehf. kappkostar að vinna persónuupplýsingar einungis upp að því marki sem er nauðsynlegt miðað við tilgang vinnslunnar. NúNú lán ehf. notar persónuupplýsingar í þeim tilgangi að greina viðskiptamannahóp félagsins í því skyni að undirbúa auglýsingaherferðir.

Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar. Upplýsingar eru einungis varðveittar á persónugreinanlegu formi eins lengi og nauðsyn er. Vakin er athygli á því að í sérlögum kann að vera kveðið á um varðveislutíma tiltekinna upplýsinga eins og bókhaldsgagna, upplýsinga á grundvelli gagnaöflunar vegna eftirfylgni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti, sem og upplýsinga á grundvelli laga um neytendalán. Sömuleiðis áskilur félagið sér rétt til þess að geyma afrit af lánaskjölum, greiðsluyfirlitum og samskiptum við lántaka svo hægt sé að hafa uppi og verjast réttarkröfum.

NúNú lán ehf. safnar sjálfkrafa upplýsingum þegar notendur nota vefsíðu félagsins eða þjónustu. Sjálfvirk söfnun á sér stað í gegnum vefkökur. Nánar má lesa um meðhöndlun og framkvæmd þeirra í „Vafrakökustefna“.

AFHENDING UPPLÝSINGA TIL ÞRIÐJU AÐILA

NúNú lán ehf. afhendir persónuupplýsingar ekki til þriðju aðila nema það sé skylt eða heimilt, svo sem á grundvelli laga eða með samþykki viðskiptavinarins. Í einhverjum tilvikum kunna upplýsingar að vera sendar til vinnsluaðila sem vinna persónuupplýsingar á vegum félagsins, t.d. hugbúnaðar-, markaðs- eða ráðgjafarfyrirtækja. Þá kunna persónuupplýsingar að vera sendar til samstarfsaðila sem veita þjónustu í gegnum vefsíðuna.

Í einhverjum tilvikum kunna upplýsingar um viðskiptavini að vera sendar félögum sem eru partur af sömu fyrirtækjasamstæðu og NúNú lán ehf. Standi viðskiptavinur ekki skil á láni er persónuupplýsingum hans deilt með þeim aðila sem annast innheimtu lánsins.

Þeir sem móttaka persónugreinanlegar upplýsingar í því skyni skulu uppfylla ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og eru bundnir trúnaði með sama hætti og starfsmenn NúNú lán ehf.

ÞÍN RÉTTINDI

Þú átt rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum. Þú getur beðið um afrit af þínum persónuupplýsingum á tölvulesanlegu formi. Athugið að afgreiðsla getur tekið allt að 30 dögum og jafnvel lengur ef mikill fjöldi beiðna hefur borist eða ef beiðnin er tæknilega flókin í framkvæmd.

Að tilteknum skilyrðum uppfylltum er þér heimilt að láta leiðrétta persónuupplýsingar, eyða þeim, andmæla vinnslu þeirra eða takmarka hana. Einstaklingur ber almennt ekki kostnað af slíkum beiðnum, en óski hann eftir fleiri en einu afriti af gögnum eða beiðnirnar eru bersýnilega tilefnislausar eða óhóflegar er tekið fyrir gjald samkvæmt gjaldskrá.

Hafir þú gefir samþykki fyrir miðlun upplýsinga, sem nauðsyn er að hafa samþykki þitt til að miðla, getur þú á hvaða tímapunkti sem er haft samband við okkur og dregið til baka umrætt samþykki.

Þér er ávallt heimilt að beina erindi eða kvörtun til Persónuverndar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á heimasíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is, er einnig að finna frekari upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi og skyldur skráðra aðila.

Hafir þú spurningar um meðferð persónuupplýsinga hjá NúNú lán ehf. eða réttindi þín getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á [email protected].

Þessi síða er í eigu og er haldið úti af

NúNú lán ehf..

kt. 701019-0240

Kalkofnsvegi 2

101 Reykjavík

(Útgáfa: 2, gildir frá: 3.9.2024)