Toggle navigation

515 1919

Vafrakökustefna

Vefkökur

NúNú lán ehf. notar vafrakökur til þess að greina og fylgjast með aðgerðum notenda á vefsíðunni. Vafrakökur eru upplýsingaforrit sem vefsíður senda til vefvafra. Vafrinn safnar þessum upplýsingum í skjal í tölvu notenda. Vafrakökur gera notendum kleift að vafra um síðuna og gera NúNú lán ehf. kleift að stilla síðuna og efni hennar og til þess að bæta hana enn frekar til þess að hún henti notendum sem best. Vafrakökurnar innihalda ekki upplýsingar sem hægt er að nota til þess að bera kennsl á notendur.

NúNú lán ehf. notar tvær tegundir af vafrakökum á vefsíðunni:

Stundarkökur: Þetta eru vafrakökur sem aðeins eru virkar á meðan tölvan er á síðunni (þ.e.a.s. þangað til notendur fara af síðunni og lokar vafranum). Stundarkökur aðstoða vefsíðuna við að muna hvernig notandi notaði síðuna og þarf því ekki að endurskrá upplýsingarnar.

Viðvarandi kökur: Þessar vafrakökur eru á tölvu notenda eftir að þeir hafa farið af síðunni. Þessar vafrakökur aðstoða NúNú lán ehf. við að átta sig á hverjir notendur síðunnar eru. Hve lengi þessar kökur eru á tölvu notenda fer eftir tegund kökunnar.

Vafrakökur þriðja aðila

NúNú lán ehf. notar t.d. Google Analytics sem er vinsælt greiningarforrit sem gefið er út af Google. Google Analytics notar vafrakökur til þess að aðstoða NúNú lán ehf. við greiningu á því hvernig notendur nota síðuna. Frekari upplýsingar um notkun á vafrakökunum má finna í persónuverndarstefnu Google. Einnig gætu samstarfsaðilar, fjölmiðlafyrirtæki, eða markaðsfyrirtæki (t.d. Facebook) sem nota vafrakökur komið við sögu. Tilgangur slíkra vafrakaka er að tryggja að auglýsingar á netinu finni sinn markhóp og að gefa notendum þann kost að deila efni vefsíðunnar með öðrum, t.d. vinum notenda.

Samþykki á notkun á kökum

Áður en notendur nota vefsíðuna, þarf NúNú lán ehf. samþykki fyrir notkun á vafrakökum. Vefsíða NúNú lán ehf. inniheldur því sprettglugga sem útskýrir hvernig NúNú lán ehf. notar vefkökur. Ef notendur hakda áfram á síðunni þá verður slíkt skilið sem samþykki þeirra fyrir því að NúNú lán ehf. noti vafrakökur.

Stjórn og eyðing vafrakaka

NúNú lán ehf. notar ekki vafrakökur til þess að safna persónuupplýsingum um notendur. Ef notendur vilja takmarka notkun á vafrakökum á síðunni geta þeir breytt stillingum í netvafranum sínum eða snjalltækinu eftir atvikum.

Ef notendur óska eftir að koma athugasemdum á framfæri um notkun NúNú lán ehf. á vafrakökum skal athugasemdum komið til persónuverndarfulltrúa NúNú lán ehf. með tölvupósti á [email protected].NúNú lán ehf.

kt. 701019-0240

Kalkofnsvegi 2

101 Reykjavík

(Útgáfa: 1, gildir frá: 1.3.2020)