LÁNSSAMNINGUR
Óverðtryggður
1. Samningsaðilar
Lánveitandi
NúNú lán ehf.
Kt. 701019-0240
Kalkofnsvegi 2
101 Reykjavík
Lántaki
Jón Jónsson
Laugavegur 1; 101 Reykjavík
Kt. 123456-1234
2. Lánafyrirgreiðsla
2.1. Lánsfjárhæð: xxx kr.
2.2. Stofndagur láns: 1.1.2020
2.3. Gjalddagi láns: 30.1.2020
2.4. Gildistími lánssamnings: xx dagar
2.5. Heildarlántökukostnaður
2.6.1. Lántökugjald: xxx kr.
2.6.2. Vextir: x % (xx kr.)
2.6.3. Lánsfjárhæð ásamt heildarlántökukostnaði sem skal endurgreiða: xx kr.
2.7. Árlegur hlutfallslegur kostnaður (ÁHK): x %
2.7.1. Árleg hlutfallstala kostnaðar er heildarlántökukostnaður, lýst sem árlegum hundraðshluta af heildarfjárhæð láns. Heildarlántökukostnaður lánsins samanstendur af kostnaði sem neytandi þarf að greiða í tengslum við lán þetta og lánveitanda er kunnugt um við kaupdag. Kostnaður sem fellur til vegna vanskila lántaka er ekki hluti af árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Þá byggir útreikningur árlegrar hlutfallstölu kostnaðar á forsendum lánssamnings þessa.
3. Lánsloforð og útborgun
3.1. Lántaki skuldbindur sig til þess að endurgreiða lánið í samræmi við ákvæði þessa lánssamnings.
3.2. Lánveitandi skuldbindur sig til þess að greiða út lánið að fengnu rafrænu samþykki lántaka undir lánssamning þennan, enda hafi lántaki veitt lánveitanda allar nauðsynlegar upplýsingar og staðist lánshæfismat lánveitanda.
3.3. Lánssamningur þessi telst bindandi frá þeim degi sem lánssamningurinn er samþykktur af lántaka með rafrænum hætti. Með útgreiðslu lánsins staðfestir lánveitandi samninginn fyrir sitt leyti.
4. Endurgreiðsla
4.1. Lántaki skuldbindur sig til að greiða höfuðstól lánsins, lántökugjald og áfallna vexti að fullu, sbr. 2.6.3. gr., á gjalddaga, sbr. 2.3. gr.
4.2. Lántaka er heimilt að endurgreiða lánið fyrir umsaminn gjalddaga að hluta eða fullu án greiðslu sérstaks uppgreiðslugjalds að undangenginni tilkynningu til lánveitanda.
4.3. Lántaki heimilar lánveitanda að skuldfæra afborganir á tilgreint greiðslukort sem lántaki hefur skráð hjá lánveitanda. Þá heimilar lántaki lánveitanda að skuldfæra greiðslukortið ef lánið kemur til gjaldfellingar sökum vanefnda lántaka, sbr. 6. gr.
5. Vextir
5.1. Lánið ber fasta óverðtryggða vexti.
5.2. Vextir reiknast frá útborgunardegi lánsins og til greiðsludags. Vextir eru reiknaðir af höfuðstól skuldarinnar eins og hann er á hverjum tíma.
5.3. Vanefni lántaki skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum áskilur lánveitandi sér rétt til þess að krefja lántaka um að greiða dráttarvexti í samræmi við ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndaálag, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af gjaldfallinni eða gjaldfelldri fjárhæð frá gjalddaga til greiðsludags. Gildandi dráttarvextir við undirritun lánssamnings eru 10,75%.
5.4. Ógreiddir dráttarvextir reiknast daglega frá fyrsta degi vanskila og leggjast við höfuðstól lánsins á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir fyrsta dag vanskila.
6. Vanefndir og vanefndarúrræði
6.1. Verði vanskil á greiðslu afborgana af lánssamningnum er heimilt að gjaldfella fyrirvaralaust eftirstöðvar lánsins og annan kostnað fyrirvaralaust og án uppsagnar og krefja lántaka um greiðslu þess. Áskilinn er réttur til þess að krefja lántaka um dráttarvexti af gjaldfallinni eða gjaldfelldri fjárhæð.
6.2. Ef verulegt vanefndatilvik kemur upp getur lánveitandi einnig fyrirvaralaust gjaldfellt lánið. Það telst m.a. veruleg vanefnd lántaka á samningi þessum ef;
6.2.1. tekið er fjárnám hjá lántaka, beiðst er nauðungaruppboðs á eignum lántaka, lántaki leitar eftir nauðasamningum eða greiðsluaðlögun við skuldheimtumenn sína eða eftirgjöld skulda eða krafa kemur fram um greiðslustöðvun eða að bú lántaka sé tekið til gjaldþrotaskipta,
6.2.2. upplýsingar sem lántaki hefur veitt lánveitanda í tengslum við lánssamninginn reynast rangar, villandi eða verulega ófullnægjandi.
6.3. Komi til vanefnda af hálfu lántaka á skyldum hans samkvæmt samningnum, skuldbindur hann sig til þess að greiða allan kostnað sem lánveitandi verður fyrir vegna vanefndanna, þar með talinn lögfræðikostnað vegna innheimtu á greiðslum höfuðstóls, vaxta og kostnaðar. Fjárhæðir frum- og milliinnheimtukostnaðar eru í samræmi við reglugerð nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. með síðari breytingum.
6.4. Lántaki samþykkir að skrifleg birting á innheimtuviðvörun og milliinnheimtubréfum fari fram með rafrænni tilkynningu á notendasvæði lántaka á vefsvæði lánveitanda og/eða tölvupósti á uppgefið tölvupóstfang lántaka.
6.5. Vanskil lántaka geta leitt til verulegs aukins kostnaðar fyrir lántaka. Vanskil kunna að leiða til þess að NúNú lán ehf. beiti réttarfarslegum úrræðum til þess að tryggja réttar efndir lánssamningsins, svo sem en ekki bundið við rekstur dómsmáls, aðför og beiðni um gjaldþrotaskipti yfir búi lántaka.
6.6. Með samþykki skilmála þessa heimilar lántaki lánveitanda að tilkynna vanskil sem varað hafa lengur en 40 daga til Creditinfo Lánstrausts hf., eða sambærilegs aðila, til skráningar á skrá Creditinfo yfir vanskil o. fl.
7. Kostnaður
7.1. Lántaki greiðir lántökugjald sem bætist við höfuðstól lánsins.
7.2. Lántaki skuldbindur sig til þess að greiða allan kostnað sem leiða kann af innheimtuaðgerðum vegna vanefnda hans, lánveitanda að skaðlausu.
8. Réttur til að falla frá samningi
8.1. Lántaki hefur fjórtán (14) daga frest til að falla frá skuldbindingu þeirri sem felst í lánssamningnum án þess að tilgreina ástæðu. Fresturinn byrjar að líða á þeim degi sem lánssamningurinn er gerður, ellegar frá þeim degi er lántaka bárust samningsskilarmálar og -skilyrði og upplýsingar í samræmi við 12. gr. laga nr. 13/2013 um neytendalán ef sá dagur er síðar en dagurinn sem samningurinn var gerður.
8.2. Skal lántaki sannanlega tilkynna lánveitanda ætli hann sér að falla frá samningnum og fá staðfestingu á því að tilkynningin hafi verið móttekin af lánveitanda innan fyrrgreindra tímamarka. Tilkynning með bréfi eða tölvupósti telst fullnægjandi. Tilkynningu skal senda til NúNú lán ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavik ellegar [email protected].
8.3. Kjósi lántaki að nýta sér rétt þennan til að falla frá skuldbindingu samningsins skal hann endurgreiða lánveitanda, án óþarfa tafa, og eigi síðar en 30 dögum eftir að lántaki sendir fyrrgreinda tilkynningu til lánveitanda, útgreidda lánsfjárhæð, lántökugjald sem og áfallna vexti og kostnað. Útistandandi höfuðstóll lánsins safnar vöxtum þar til lánið er greitt upp að fullu. Jafnframt ber lántaka að endurgreiða öll óafturkræf lögboðin gjöld sem lánveitandi hefur greitt til hins opinbera vegna lánveitingarinnar.
9. Réttur til að greiða fyrir gjalddaga
9.1. Lántaka er heimilt að hluta eða í heild að endurgreiða lánið samkvæmt lánssamningnum fyrir gjalddaga. Lántaki getur sent tilmæli þess efnis til lánveitanda. Ekki er innheimt uppgreiðslugjald vegna þessa.
10. Framsal réttinda
10.1. Lánveitandi hefur rétt á að yfirfæra öll réttindi og skyldur hvað þennan lánasamning varðar til þriðja aðila án samþykkis lántaka. Lántaki hefur ekki rétt án skriflegs samþykkis frá lánveitanda til að yfirfæra réttindi og skyldur sínar hvað þennan lánasamning varðar til þriðja aðila.
11. Annað
11.1. Lántaki ber ábyrgð á að rétt tölvupóstfang hans sé á hverjum tíma skráð hjá lánveitanda og að lántaki sé ábyrgur vegna tjóns sem kann að verða vegna rangra upplýsinga af hans hálfu.
11.2. Lántaki lýsir því yfir að vera skuldbundinn af lánssamningnum og almennum skilmálum lánveitanda sem kynntir hafa verið lántaka sem fylgiskjöl. Þá lýsir lántaki því yfir að hann hafi móttekið upplýsingaeyðublað um lánið frá lánveitanda.
11.3. Lántaki hefur kynnt sér persónuverndarstefnu lánveitanda og 10. gr. almennra skilmála lánveitanda og samþykkir ráðstöfun persónuupplýsinga sinna í samræmi við skjalanna.
11.4. Um lánssamning þennan gilda lög nr. 33/2013 um neytendalán og annast Neytendastofa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eftirlit með ákvæðum laganna.
11.5. Lántaki á rétt á að fá afhent, samkvæmt beiðni og sér að kostnaðarlausu, hvenær sem er á gildistíma lánssamnings, reikningsyfirlit í formi niðurgreiðslutöflu. Taflan skal sýna greiðslur sem þarf að inna af hendi og tímabil og skilyrði varðandi greiðslur slíkra fjárhæða. Í töflunni skal koma fram sundurliðun allra greiðslna sem sýnir niðurgreiðslu höfuðstóls, vexti sem eru reiknir á grundvelli útlánsvaxta og, ef við á, allan viðbótarkostnað.
12. Ágreiningsmál
12.1. Rísi ágreiningur vegna lánssamningsins skal hann leystur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Samningur þessi skal lúta íslenskum lögum. Lántaki getur borið ágreining er varðar lánssamninginn undir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem er til húsa hjá Fjármálaeftirlitinu.