Toggle navigation

515 1919

STAÐLAÐAR UPPLÝSINGAR UM EVRÓPSK NEYTENDALÁN

1. UPPLÝSINGAR UM LÁNVEITANDA

Lánveitandi:

Heimilisfang:


Símanúmer:
Tölvupóstfang
Heimasíða

NúNú lán ehf.,kt. 701019-0240

Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavik

515 1919
[email protected]
www.nunu.is

2. LÝSING Á HELSTU EINKENNUM LÁNSSAMNINGS

Tegund láns Óverðtryggður lánssamningur með föstum vöxtum

Heildarfjárhæð láns

Hér er átt við summuna af heildarfjárhæð þeirri sem er til ráðstöfunar við lánasamning.

Kr. 12.000

Skilyrði fyrir nýtingu lánsins

Hér er átt við hvernig og hvenær andvirði láns er greitt út

Útgreiðsla lánsins er háð því skilyrði að lántakandi standist lánshæfismat. Þá er það einnig háð því að lántakandi gerist notandi á vefsíðu lánveitanda og samþykki almenna skilmála félagsins, sem og persónuverndarstefnu þess. Lántaki þarf að vera 18 ára gamall og með virkt tölvupóstfang. Þá er það skylda að lántaki hafi íslenskt símanúmer og bankareikning í íslenskum banka, sem er skráður á kennitölu lántaka. Einnig má lántaki ekki vera í vanskilum með önnur lán hjá lánveitanda. Lántaki þarf enn fremur að hafa skráð greiðslukort sitt hjá lánveitanda.

Lánið er greitt út í formi peninga inn á bankareikning lántakanda samkvæmt samþykktum lánasamningsins

Gildistími lánasamnings Lokagjalddagi er 22/12/2021 .

Afborganir og, ef það á við, í hvað röð þeim er skipt niður

Afborganir og, ef það á við, í hvað röð þeim er skipt niður Hér er ekki átt við niðurgreiðslutöflu, en um hana gilda ákvæði 25. gr. laganna

Greiða þarf eftirfarandi:

Á lánstíma ber lántaka að greiða afborganir á 1. mánaðar fresti, sem samanstanda af greiðslu lánsfjárhæðar, lántökugjalds og vaxta. Fjöldi afborgana er 1. Lánið ber vexti í samræmi við 3. gr. Á gjalddögum láns greiðir lántaki mánaðarlega afborgun ásamt áföllnum kostnaði.

Heildarfjárhæð sem þarf að greiða

Hér er átt við lánsfjárhæð auk lántökugjalds.

Heildarfjárhæðin sem greiðast til baka: Kr. 12.314

3. LÁNSKOSTNAÐUR

Útlánsvextir Fastir óverðtryggðir vextir 11,29 %.

Árleg hlutfallstala kostnaðar

Þetta er heildarlántökukostnaður, lýst sem árlegum hundraðshluta af heildarfjárhæð láns. Árleg hlutfallstala kostnaðar auðveldar samanburð mismunandi lánstilboða.

36,9 %

Árleg hlutfallstala kostnaðar er heildarlántökukostnaður, lýst sem árlegum hundraðshluta af heildarfjárhæð láns. Heildarlántökukostnaður lánsins samanstendur af kostnaði sem neytandi þarf að greiða í tengslum við lán þetta og lánveitanda er kunnugt um við undirritun lánssamningsins. Kostnaður sem fellur til vegna vanskila lántaka er ekki hluti af árlegri hlutfallstölu kostnaðar.

Höfuðstóll láns: 12.000
Lántökugjald: Kr. 208
Vextir: Kr. 106
Lengd láns: 30

Er það skylda, til að geta fengið lánið eða fá það með auglýstum skilmálum og skilyrðum,

- að kaupa tryggingu sem tengist láninu eða Nei.
- að gera annan samning um viðbótarþjónustu? Nei.

Ef lánveitandi þekkir ekki kostnað við þessa þjónustu er hann ekki talinn með í árlegri hlutfallstölu kostnaðar.

Tengdur kostnaður
Fjárhæð kostnaðar við að nota sérstaka greiðsluaðferð (t.d. greiðslukort og seðilgjöld)

Enginn.

Allur annar kostnaður sem leiðir af lánssamningnum (t.d. lántökukostnaður og þjónustugjöld)

Ofan á höfuðstól leggst lántökugjald sem er 25,63 %.

Lántökugjald er kr. 208.

Skilyrði fyrir því að gera breytingar á fyrrnefndum kostnaði sem tengist lánssamningnum

Allir kostnaðarliðir sem tengjast láninu haldast óbreyttir út lánstímann.

Kostnaður vegna greiðslu eftir gjalddaga

Vangoldnar greiðslur gætu haft alvarlegar afleiðingar (t.d. nauðungarsölu) og gert neytanda erfiðara með að fá lán í framtíðinni.

Áskilinn er réttur til þess að krefjast dráttarvaxta sem Seðlabanki Íslands ákveður og eru birtir skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, sem reiknast frá gjalddaga til greiðsludags. Gildandi dráttarvextir Seðlabanka Íslands við lántöku þann 22/11/2021 eru 9,5 %.

Vanskil geta leitt til þess að allt lánið verði gjaldfellt og sett í innheimtu. Jafnframt ber þér að greiða allan kostnað sem kann að koma til vegna vanskila, t.d. vegna innheimtubréfa, málsóknar eða annarra réttargjalda, lögmannsþóknunar, svo og annan lögfræðilegan kostnað vegna innheimtu skuldarinnar.

4. AÐRIR MIKILVÆGIR LAGALEGIR ÞÆTTIR

Réttur til að falla frá samningi

Neytandi hefur fjórtán almanaksdaga frest til að falla frá lánssamningi án þess að tilgreina ástæðu

Endurgreiðsla fyrir gjalddaga

Neytanda er heimilt að standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt lánasamningi, að öllu leyti eða hluta, fyrir þann tíma sem umsaminn er.

Já.

Lánveitanda er heimilt að innheimta sanngjarnar bætur, uppgreiðslugjald ef neytandi greiðir fyrir gjalddaga

Ekki er innheimt uppgreiðslugjald.

Leit í gagnasafni

Ef lánaumsókn er hafnað á grundvelli leitar í gagnagrunni skal lánveitandi upplýsa neytanda, þegar í stað og honum að kostnaðarlausu, um niðurstöður slíkrar leitar og veita nánari upplýsingar um gagnagrunn sem leitað var í

Lánveitandi mun tilkynna lántaka þegar í stað verði lánsumsókn hafnað á grundvelli niðurstöðu leitar í gagnasafni.

Réttur til að fá drög að lánasamningi

Neytandi á rétt á að fá, samkvæmt beiðni og honum að kostnaðarlausu, afrit af drögum að lánasamningi. Þetta á ekki við ef lánveitandi er, þegar beiðnin er lögð fram, ófús að gera lánasamning við neytanda.

Já.
Tímabilið sem lánveitandi er bundinn af upplýsingum sem veittar voru áður en samningur er gerður. Þessar upplýsingar eru gildar í 14 daga frá útgáfu skjals þessa og fela ekki í sér lánsloforð.

5. FREKARI UPPLÝSINGAR VARÐANDI SÖLU Á FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU

a) um lánveitanda
Heimilisfang

Katrínartún 2, 105 Reykjavík

Tölvupóstfang [email protected]
Símanúmer 515 1919
Veffang nunu.is
Skráning Lánveitandi er skráður í fyrirtækjaskrá og er um einkahlutafélag að ræða.
Eftirlitsstjórnvald Neytendastofa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík
b) varðandi lánssamning
Réttur til að falla frá samningi nýttur Lántaki hefur fjórtán daga frest til að falla frá lánssamningi án þess að tilgreina ástæðu. Falli neytandi frá lánssamningi skal tilkynning um það send lánveitanda á netfangið [email protected]. Lántaki skal innan 30 daga frá því að tilkynning er send greiða lánveitanda höfuðstól láns ásamt áföllnum vöxtum og öðrum áföllnum kostnaði frá lántökudegi til greiðsludags. Nýti lántaki ekki þennan rétt innan fyrrgreindra tímamarka er hann bundinn af lánssamningnum og getur ekki sagt honum upp, nema kveðið sé á um annað í samningnum.
Þau lög sem liggja til grundvallar tengslum lánveitanda við neytanda áður en lánssamningur er gerður Lög nr. 33/2013 um neytendalán.
Ákvæði sem segir fyrir um þau lög sem gilda um lánssamninginn og/eða þar til bæran dómstól. Rísi mál út af samningi þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
varðandi úrlausn ágreiningsmála
Tilvist kerfis fyrir kvartanir og úrlausn mála utan réttar og aðgangur að því Neytandi getur skotið ágreiningi er varðar fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni tengda neytendalánum til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Útgáfa: 2, gildir frá: 15.2.2021